
Þekking og gæði frá 1958
ELKA Rainwear A/S var stofnað árið 1958 i Danmörku af Ejnar Lauridsen, þar sem nafn fyrirtækisins er byggt á upphafsstöfum hans (EL) og heimaborgar hans Karup (KA). Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á vatnsheldum fatnaði og er í dag leiðandi á þessu sviði í Evrópu með útflutning til yfir 40 landa.
ELKA hefur byggt upp gríðarlega reynslu og þekkingu á efnum og framleiðslu á yfir 60 ára starfstíma sínum. Sérstaða fyrirtækisins liggur í hágæða vatnsheldum fatnaði sem sameinar þægindi, gæði og endingu. Hluti framleiðslunnar fer fram í eigin verksmiðju í Litháen, þar sem áherslan er á sjóklæði og vinnslufatnað.
Frá hrávöruvali til lokaeftirlits er lögð áhersla á vandaðan frágang og hámarks gæði. Með áratugareynslu og skuldbindingu við gæði hefur ELKA skapað sér traust nafn í framleiðslu vatnshelds fatnaðar sem stenst kröfur atvinnulífsins og einstaklinga.