
KH Vinnuföt var stofnað árið 2009, fyrstu árin var áherslan á vinnuhanska sem endurspeglast í vörumerki fyrirtækisins, hanski í bakgrunni.
Fljótt kom í ljós að mikil eftirspurn var eftir fjölbreyttara vöruframboði upp úr því þróaðist að KH Vinnuföt fór í samstarf við sænska fyrirtækið Jobman Workwear, Maspica á Ítalíu sem framleiða Sixton öryggisskó og fleiri mjög góða birgja.
Það gerði fyrirtækinu kleift að bjóða upp á gott úrval af góðum vinnufatnaði og persónuhlífum á hagstæðum verðum. KH Vinnuföt hefur samhliða því, góða samstarfi, framleitt vörur þar sem forsvarsmenn fyrirtækisin sáu vöntun á sérhæfðum vörum fyrir íslenskan markað.
Í dag framleiðir KH Vinnuföt línu af vinnufatnaði, mest í sýnileika, t.d. smíðavesti, kuldagalla, buxur og jakka sem að uppfylla þarfir kröfuharðra viðskiptavina þegar kemur að gæðum, þægindum og endingu. Lögð hefur verið áhersla á að velja gæða hráefni í alla framleiðsluna og að vandað sé til verka við framleiðsluna.
Allur fatnaður er viðurkenndur samkvæmt evrópskum stöðlum, þar sem það á við. KH Vinnuföt leggur því áherslu á fagleg vinnubrögð og er viðurkennt skv. ISO 9001 staðlinum. KH Vinnuföt er stolt af sinni eigin framleiðslu og telur að þar fari saman mikið virði fyrir viðskiptavini og markmið fyrirtækisins að bjóða upp á góðar vörur á hagstæðu verði.
Árið 2024 var lögð mikil fjárfesting í merkingardeild fyrirtækisins og framleiðir KH Vinnuföt öll sín merki sjálf sem gerir fyrirtækinu kleift að afgreiða merktan fatnað með enn meiri hraða en áður.
Markmið fyrirtækisins hefur verið frá upphafi var að bjóða upp á góðar vörur á hagstæðu verði með framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi. Í dag starfa 12 starfsmenn hjá fyrirtækinu, með samanlagða áratuga reynslu, sem kappkosta að veita faglega og góða þjónustu.