Buxurnar eru án hangandi vasa en hægt er að kaupa þá sér og festa þá á buxurnar með rennilás. Tveir vasar að framan, tveir rassvasar, tommustokksvasi og festing fyrir hníf á hægri skálm og vasi með vasaloki ásamt vösum fyrir minni verkfæri á vinstri skálm. Lykkjur á báðum hliðum fyrir stærri verkfæri. Allt svartaefnið í buxunum um mjaðmirnar og í klofi er teygjuefni „4-Way Stretch“
Skálmarnar þrengjast niður og eru með þremur áprentuðum endurskinsborðum. Hnjápúðavasarnir eru úr Cordura efni og það er hægt að hafa hnjápúðana í tveimur mismunandi hæðum. Buxurnar eru viðurkenndar í sýnileikastaðli EN20471 klassa 1.
Þvottaleiðbeiningar
Má þvo á 40°C
Má ekki bleikja
Má strauja á lágum hita
Má þurrka í þurrkara á lágum hita
Má ekki þurrhreinsa
Vottanir
EN ISO 20471 - Áberandi endurskinsfatnaður - Prófunaraðferðir og kröfur