Hangandi brjósvasar, aukavasar fyrir bita, hangandi tvöfaldir vasar að framan styrktir með Cordura efni og þrír vasar að aftan Vestið er þykkara á öxlum til þess að auka þægindin og vestinu fylgir belti.
Vattfóðraður kuldagalli, viðurkenndur í sýnileikastaðli EN 20471 klassi 3 og regnvarnarstaðlinum EN343. Vatnsvörnin er 10.000 mm ogöndunin 5.000 g/m2/24 klst. Allir saumar undirlímdir til þess að tryggja vatnsvörnina.
Buxurnar eru án hangandi vasa en hægt er að kaupa þá sér KH3522 á 990 kr og festa þá á buxurnar með rennilás. Tveir vasar að framan, tveir rassvasar, tommustokksvasi og festing fyrir hníf á hægri skálm og vasi með vasaloki ásamt vösum fyrir minni verkfæri á vinstri skálm. Lykkjur á báðum hliðum fyrir stærri verkfæri. Allt efnið í buxunum er teygjuefni „4-Way Stretch“. Buxurnar eru viðurkenndar í sýnileikastaðli EN20471 klassa 1