Kuldagallinn hentar vel við blautar og kaldar aðstæður. Hann er með stroff fremst á ermum og hægt er að þrengja hann neðst á skálmum. Renndur að framan og á skálmum með vindlistum yfir rennilásana. Hettan er rennd á og með mjög góðri lokun að framan. Hnjápúðavasar úr Cordura efni. Það er auðvelt að stytta skálmarnar.