Kuldagallinn er með endurskinsborða á ermum, skálmum, öxlum og á baki. Vatnsvörnin er amk. 8.000 mm og öndunin 5.000 g/m2/24 klst. Hetta sem hægt er að taka af, rennilás að framan með tvöföldum vindlista, ásamt rennilásum á skálmum með vindlistum. Fimm vasar að framan, tveir að aftan, vasi á ermi með rennilás. Vasi að innanverðu með lokun. Styrking á hnjánum úr Cordura efni.