Mannauðs- og jafnréttisstefna

Stefna Fagkaupa er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir hæfasta starfsfólkið hverju sinni. Mannauður fyrirtækisins er lykillinn að árangri þess og velgengni. Fagkaup stendur vörð um vellíðan, þekkingu og jafnrétti meðal starfsfólks.

Tilgangur og gildissvið

Mannauðs- og jafnréttisstefnu er ætlað að tryggja að sú umgjörð sem Fagkaup skapar sínu starfsfólki laði að sér rétta hæfni og þekkingu, viðhaldi og efli hæfni og þekkingu starfsfólks, stuðli að vellíðan á vinnustað, góðum samskiptum, öryggi og sálfélagslegu öryggi sem og tryggja þau réttindi sem fram koma í II-III kafla laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Stefnunni er ætlað að tryggja að starfsfólk verði metið á eigin forsendum og að allir starfsmenn eigi í reynd jafna möguleika til starfa og starfsþróunar og fái jöfn laun ef um er að ræða sömu ábyrgð, vinnuframlag, eðli starfs og verðmæti, hæfni, menntun, frammistöðu og reynslu. Þannig verði tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best, starfsánægja og tryggð verði meiri sem skili sér í betri þjónustu og ánægðari viðskiptavinum.

Markmið stefnunnar er jafnframt að tryggja jöfn tækifæri alls starfsfólks og er hún jafnframt leiðarljós um starfshætti sem stuðla að jafnrétti. Þá er það einnig markmiðið að útrýma kynbundinni mismunun, sé hún til staðar. Virk jafnréttisstefna stuðlar að betri nýtingu á hæfileikum og þekkingu starfsfólks.

Stefnan gildir fyrir alla starfsemi Fagkaupa.

Ábyrgð

Stjórn setur Fagkaup mannauðs- og jafnréttisstefnu og markmið sem forstjóri fylgir eftir.

Forstjóri Fagkaupa er ábyrgur fyrir endurskoðun stefnunnar og að hún sé rétt á hverjum tíma.

Mannauðsstjóri ber ábyrgð á framkvæmd stefnunnar, árlegri aðgerðaáætlun og er ábyrgur fyrir eftirfylgni með árangri.

Ráðningar og störf

Störf eru vel skilgreind og hlutverk og ábyrgð skýr. Rétt hæfni og þekking ræður vali á fólki í störf. Við nýráðningar og tilfærslur í starfi innan og milli sviða skal stefnt að jafnri kynjaskiptingu sem og annars fjölbreytileika þar sem því er viðkomið.

Kjaramál

Verðmæti hvers starfs fyrir fyrirtækið er metið og jafn verðmæt störf flokkuð í starfaflokka. Allt starfsfólk skal njóta sömu launakjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf eins og að ofan greinir, sbr. 6. gr. laga 150/2020. Launamunur skal vera rökstuddur skriflega og skal einungis endurspegla mismunandi ábyrgð, vinnuframlag, eðli starfs og verðmæti, hæfni, menntun, frammistöðu, og reynslu.

Fræðsla, starfsþjálfun og endurmenntun

Félagið býður starfsfólki sínu upp á markvissa nýliðaþjálfun. Starfsmenn eiga kost á því að sækja námskeið sem tryggja nauðsynlega þekkingu starfsmanna í starfi og fræðslu sem stuðlar að framförum í starfi. Stjórnendur eru vakandi yfir fræðsluþörf starfsmanna, sem er metin í reglulegum starfsmannasamtölum. Fræðsluáætlun er gefin út árlega í samvinnu við stjórnendur.

Allir starfsmenn njóta sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar sbr. 12. gr. laga nr. 150/2020.

Stjórnendur fá viðeigandi þjálfun og fræðslu með það að markmiði að efla þau sem stjórnendur og leiðtoga til að styðja sem best við vegferð Fagkaup á hverjum tíma.

Þátttaka í nefndum og starfshópum

Við skipun í nefndir og starfshópa ræður fagþekking mestu um val einstaklinga, en stefnt skal að jöfnum hlut kynja.

Aðbúnaður, samskipti og starfsánægja

Fagkaup leggur áherslu á að skapa starfsfólki jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi, efla starfsfólk og stuðla að virkni og ánægju þess. Allt starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að skapa jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing og starfsánægja er í fyrirrúmi. Rík áhersla er á að starfsfólk taki þátt í hvers konar umbótum í starfsemi fyrirtækisins.

Unnið er markvisst að heilsusamlegu, öruggu vinnuumhverfi, heilsuvernd og heilsueflingu starfsfólks. Starfsmenn skulu geta sótt sér fjárstyrk vegna íþrótta eða annars er tengist heilsueflingu.

Lögð er áhersla á að koma til móts við starfsfólk varðandi sveigjanlegan vinnutíma þar sem því verður við komið, þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa atvinnulífs. Tekið er tillit til kvenna á meðgöngutíma, foreldra við umönnun ungbarna og óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna sbr. 13. gr. laga nr. 150/2020.

Starfsmannasamtöl fara fram árlega þar sem starfsfólki gefst kostur á að ræða við sinn yfirmann um störf sín og frammistöðu ásamt að meta þörf á fræðslu.

Mæling á starfsánægju er framkvæmd að minnsta kosti árlega, haldið er utan um þróun hennar á milli ára og unnið markvisst að umbótum.

Jafnrétti

Fagkaup leggur áherslu á að jafna stöðu kynja innan fyrirtækisins og stuðlar að því að störf flokkist ekki eftir kyni með sérstaka áherslu á að jafna kynjahlutföll í stjórnunar- og áhrifastöðum. Fyrirtækið setur sér jafnréttisáætlun sem það fylgir eftir.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti

Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða annað ofbeldi er ekki liðið og ráðstafanir eru til staðar til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi sbr. 14. gr. laga nr. 150/2020. Fagkaup hefur sett sér stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað sem inniheldur viðbragðsáætlun.

Markmið

  • Fylgja kröfum laga og reglna svo og öðrum kröfum varðandi starfsfólk og vinnustaðinn
  • Faglegt ráðningaferli sem tryggir rétta hæfni og þekkingu í hvert starf
  • Vel skilgreind störf þar sem ábyrgð, helstu verkefni, nauðsynleg hæfni og þekking kemur fram í starfslýsingum
  • Fræðslu- og þjálfunarþörf metin reglulega og árlega gefin út fræðsluáætlun sem taki mið af þörfum starfsfólks og fyrirtækisins á hverjum tíma
  • Fjölskylduvænt, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi þar sem jafnréttis er gætt
    • Sveigjanlegur vinnutími þar sem því er viðkomið
    • Til staðar er aðgerðaráætlun um aðbúnað, öryggi og heilbrigði á vinnustað
    • Starfsánægja mæld a.m.k. árlega og mælist yfir 4,19 á kvarðanum 0 til 5
    • Til staðar er áætlun um jafnrétti á vinnustað og henni framfylgt
    • Til staðar er verklag til að koma í veg fyrir og bregðast við hverskonar áreytni og ofbeldi
  • Jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf
    • Viðhald jafnlaunavottunar með árlegri úttekt ytri aðila

Eftirfylgni

Árlega er sett fram aðgerðaráætlun tengd markmiðunum, með skilgreindum verkefnum, ábyrgðaraðila og lokið fyrir dagsetningu. Aðgerðaráætlun er fylgt eftir reglulega á fundum stjórnenda.

Stefnan er aðgengileg á vefsíðu Fagkaupa og rýnd árlega.

Þvottaleiðbeiningar

...