Samfestingur er mjög léttur og lipur og er úr Polyamid efni og húðaður með Polyurethan og er því mjög sterkur og lipur regnsamfestingur. Það er renndur að framan með öflugum rennilás og tvöföldum vindlisti að framan og auka hlífðarsvuntu innan við rennilásinn. Það er teygja í mittinu að aftanverðu og hægt er að þrengja ermar og skálmar með riflás. Fremst inn í ermunum er hólkur með teygju að framan til þess að varna vatni aðgang inn í ermina. Það er teygja í hettunni til þess að stilla hana á höfuðið.