Kuldagallinn er vattfóðraður og með öflum rennilás að framan og með tvöföldum vindlista og með teygju í mittið, hettan er inni í kraganum, fremst inni í ermunum er stroff til þess að stoppa kuldatrekk inn ermina og halda erminni á réttm stað. Það eru vasar með vasaloki framan á hvorri skálm og neðst á skálmum eru 40 cm rennilásar til þess að auðvelda að fara í eða úr gallanum.